Tom Manoury valinn til þátttöku í YRKJU með MENGI

Frestur til að sækja um þátttöku í Yrkju með Mengi, starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar, rann út á miðnætti 1. maí síðastliðinn. Níu umsóknir bárust og voru allar lagðar fyrir dómnefnd á fundi þann 10. maí að afstöðnu skoðunarferli. Í dómnefndinni sátu Berglind María Tómasdóttir tónskáld og flautuleikari, Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefnastjóri Mengis og Skúli Sverrisson tónlistarmaður og mentor verkefnisins. Niðurstaða … Halda áfram að lesa: Tom Manoury valinn til þátttöku í YRKJU með MENGI

YRKJA II með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Frestur til að sækja um þátttöku í Yrkju II með Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ), starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar, rann út á miðnætti 3. apríl síðastliðinn. Níu umsóknir bárust og voru allar lagðar fyrir dómnefnd á fundi þann 18. apríl að afstöðnu skoðunarferli. Í dómnefndinni sátu Anna Þorvaldsdóttir, Hrafnkell Orri Egilsson, Una Sveinbjarnardóttir, Þuríður Jónsdóttir og Daníel Bjarnason sem jafnframt var formaður dómnefndar. … Halda áfram að lesa: YRKJA II með Sinfóníuhljómsveit Íslands

AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM: YRKJA II með MENGI

Tónverkamiðstöð og Mengi kalla nú eftir umsóknum frá tónskáldum um þátttöku í YRKJU með Mengi. Umsóknarfrestur er til miðnættis 1. maí 2016. YRKJA er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar og veitir tónskáldum sem stödd eru á fyrri hluta starfsferils síns, tækifæri til að vinna með úrvali íslenskra listastofnana. Markmið Yrkju er að veita hagnýta reynslu sem getur orðið hornsteinn í … Halda áfram að lesa: AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM: YRKJA II með MENGI