Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2016

istonbannerinn

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir almanaksárið 2016 voru tilkynntar síðastliðinn fimmtudag. Tilnefningar til Tónverks ársins eru fimm talins og fara þær hér á eftir, í tilfallandi röð, ásamt umsögnum dómnefndar um tilnefningarnar. (English version below).

Yfirlit yfir allar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna eru á iston.is.

Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu, fimmtudaginn 2. mars næstkomandi.

Við óskum öllum hlutaðeigandi til hamingju með tilnefningarnar!

Hugi Guðmundsson – Hamlet in Absentia
Það er ekki  á hverjum degi sem íslenskar óperur líta dagsins ljós þó svo að rofað hafi til í þeim efnum að undanförnu. Óperan Hamlet in Absentia eftir Huga Guðmundsson, sem frumflutt var í Krónborgarhöll á Sjálandi, sögusviði Hamlets, er frábær og mikilvæg viðbót við þá flóru. Verkið er afar sannfærandi tón- og sviðslistarleg heild þar sem stíleinkennum nútíma- og barokkóperu er listilega blandað saman.
Áskell Másson – Gullský
Tónverkið Gullský, einleiksverk fyrir þverflautu og hljómsveit, er tileinkað Melkorku Ólafsdóttur flautuleikara sem frumflutti verkið ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Grunnhugmynd verksins byggir á hugmynd tónskáldsins um „náttúrutóna“, „hina sérstæðu birtu og fyrirbæri himinsins“ eins og tónskáldið segir í efnisskrá tónleikanna. Verkið einkennist af fínlegum og kyrrum – margbrotnum – náttúrublæ sem ber með sér visst æðruleysi. Dulmögnuð og seiðandi náttúrustemmning dregin fram af blæbrigðaríkum hendingamótunum einleikara og hljómsveitar.
Haukur Tómasson – From Darkness Woven
Innblástur sköpunar getur komið víða að. Eitt okkar helsta tónskáld, Haukur Tómasson, mun hafa velt fyrir sér hverskonar tónlist vefstólar myndu gefa frá sér væru þeir hljóðfæri. Í verki sínu, From Darkness Woven, býr Haukur til þéttan, og á köflum myrkan, vef fyrir sinfóníuhljómsveit. Strengir og ásláttarhljóðfærin þétta vefinn, spunninn og ofinn, sem er dúlúðlegur og heillandi.
María Huld Markan Sigfúsdóttir – Aequora
María Huld Markan Sigfúsdóttir hefur á undanförnum árum verið með eftirtektarverðari tónskáldum yngri kynslóðarinnar. Að þessu sinni hlýtur hún tilnefningu fyrir verk sitt  Aequora, í því sýnir María Huld þroska í meðhöndlun á hljómsveitinni og sterka tilfinningu fyrir formi í sérlega innblásnu tónverki.
Anna Þorvaldsdóttir – Ad Genua
Anna Þorvaldsdóttir hefur komið víða við á undanförnum árum og verk hennar hafa verið flutt víða um heim og hvarvetna heillað áheyrendur. Í verkinu Ad Genua notast Anna við þann efnivið sem hún hefur þróað í hljóðfæratónlist sinni í heimi raddtónlistar. Útkoman er heillandi og fersk nálgun á andlega nútímatónlist.

 

English

Nominations to the Icelandic Music Awards 2016 were announced last week. Nominations to Composition of the Year follow in random order, along with the judging panel’s testimonials. For a complete list of the nominations please go to the IMA’s website (iston.is).

The award ceremony will take place in Harpa Concert Hall on March 2.

Congratulations to all nominees!

Hugi Gudmundsson – Hamlet in Absentia
The premiere of a new Icelandic opera is not an everyday occurrance, although it seemingly is on the rise. Hugi Gudmundson’s opera Hamlet in Absentia, which premiered in Kronborg-castle in Denmark (setting of Shakespeare’s Hamlet), is both a prominent and important addition to that repertoire. The artful and skilled blend of the styles of modern and baroque opera results in a very convincing work, both musically and in staging.
Áskell Másson – Gullský
Gullsky (Golden Cloud), written for flute and orchestra, is dedicated to flautist Melkorka Olafsdottir who premiered the work with Iceland Symphony Orchestra. The work is founded on the composer’s idea of nature-tones, „ethereal light and phenomena of the sky“ to quote the composer. The work’s signature is its delicate, still and complex naturalistic atmosphere, wrought with a certain serenity. A wonderful, hypnotising atmosphere drawn forward by colorful sound formations by both soloist and orchestra.
Haukur Tómasson – From Darkness Woven
What inspires a composer? One of Iceland’s prominent composers, Haukur Tomasson, wondered what kind of music a weaver’s loom would make, were it an instrument. In From Darkness Woven, Mr. Tomasson “weaves” a tight – and occasionally a dark – web for the orchestra. Strings and percussion tighten the composition resulting in a tautly spun and woven, mysterious and fascinating web.
María Huld Markan Sigfúsdóttir – Aequora
Maria Huld Markan Sigfusdottir has become one of the most noticable composers of the younger generation. In Aequora she shows considerable maturity in composing for orchestra and a remarkable sense of form in a particularly inspired work.
Anna Thorvaldsdóttir – Ad Genua
Anna Thorvaldsdottir has composed a varied catalogue of works which have enthralled audiences all over the world. In Ad Genua she applies “tools” she has gathered, in her orchestral compositions, for a vocal work. The work is mesmerising and a fresh take on spiritual modern music.

Opin málstofa á Myrkum músíkdögum

cropped-yrkja_si21.jpg

Staða íslenskrar hljómsveitartónlistar

25. janúar kl. 14 | Kaldalóni í Hörpu

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur allt frá stofnun verið ötull flytjandi íslenskrar hljómsveitartónlistar enda er eitt af lögbundnum hlutverkum hennar að leggja rækt við íslenska tónsköpun. En hvernig sinnir Sinfóníuhljómsveitin best hlutverki sínu gagnvart íslenskri tónlist? Hvernig er hægt að efla samtal og samvinnu milli tónskálda og hljómsveitarinnar? Þetta er viðfangsefni málstofu sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir á Myrkum músíkdögum. Aðgangur á málstofuna er öllum opinn og hvetjum við sem flesta til að mæta.

Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmdastjóri SÍ og Árni Heimir Ingólfsson listrænn ráðgjafi SÍ flytja stutt innlegg, en því næst taka við pallborðsumræður. Við pallborðið sitja Daníel Bjarnason staðarlistamaður SÍ, Atli Ingólfsson prófessor við Listaháskóla Íslands, Þórunn Gréta Sigurðardóttir formaður Tónskáldafélags Íslands og Arna Margrét Jónsdóttir tónsmíðanemi.

Fundarstjóri er Guðni Tómasson.

Viðburðurinn á Facebook

YRKJA á Myrkum músíkdögum

yrkja_ii_si

Uppskerutónleikar YRKJU með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Föstudaginn 27. janúar næstkomandi fara fram uppskerutónleikar YRKJU II með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónleikarnir hefjast kl. 12 á hádegi, í Norðurljósum í Hörpu.

YRKJA með Sinfóníuhljómsveit Íslands veitti þremur tónskáldum – þeim Finni Karlssyni, Þráni Hjálmarssyni og Þórunni Grétu Sigurðardóttur – tækifæri til að vinna með hljómsveitinni undir handleiðslu Daníels Bjarnasonar tónskálds og hljómsveitarstjóra. Þessi tími með Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur veitt þeim einstakt tækifæri til að þróa færni sína í að semja verk fyrir stóra hljómsveit og vinna með hljóðfæraleikurum í sérstökum tónskáldastofum, ásamt því að þau hafa fengið innsýn í innra starf hljómsveitarinnar. Afraksturinn eru þrjú glæný, íslensk hljómsveitarverk sem frumflutt verða á Myrkum músíkdögum 2017.

YRKJA er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar fyrir tónskáld. Verkefnið parar saman valin tónskáld úr ólíkum áttum við úrval íslenskra listastofnanna. Markmið Yrkju er að veita tónskáldum hagnýta reynslu á fyrri hluta starfsferils þeirra – brúa bilið milli háskólanáms og starfsferils. Verkefnið undirbýr tónskáldin fyrir faglega vinnu með stærri hljómsveitum, hátíðum og öðrum listastofnunum hérlendis og erlendis. Tónskáldin fá þannig tækifæri til að þróa hæfileika og listrænan metnað, fá starfsreynslu og mynda mikilvæg tengsl innan tónlistargeirans.

Áhersla er lögð á ferli listsköpunar og eru þátttakendur í YRKJU hvattir til að þróa hugmyndir sínar og aðferðir við sköpun. YRKJA felur í sér ráðgjafaviðtöl í Tónverkamiðstöð ásamt því að standa að fundum allra YRKJU-tónskáldanna þar sem þau deila reynslu sinni af verkefninu og skiptast á hugmyndum.


Finnur Karlsson

Finnur Karlsson lauk bakkalárprófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslans vorið 2012 og mastersnámi í tónsmíðum frá Konunglega danska konservatoríinu vorið 2015. Helstu tónsmíðakennarar Finns hafa verið Hans Abrahamsen, Úlfar Ingi Haraldsson, Atli Ingólfsson, Simon Løffler og Niels Rosing-Schow. Finnur leggur nú stund á frekara framhaldsnám (d. Solistklassen) í tónsmíðum við Konunglega danska konservatoríið.

Verk Finns hafa meðal annars verið flutt af Barokkbandinu Brák, Copenhagen Phil, Decoda, Elektra Ensemble, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Slowind, strokkvartettinum Sigga, TAK og Ventus. Finnur var staðartónskáld Sumartónleika í Skálholtskirkju 2015, en verkið sem pantað var af hátíðinni, Fold, var tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015.

Finnur er meðlimur í tónskáldakollektívinu Errata ásamt Báru Gísladóttur, Halldóri Smárasyni, Hauki Þór Harðarsyni og Petter Ekman.


Þráinn Hjálmarsson

Tónlist Þráins hefur verið lýst af gagnrýnendum sem “innhverfri, sveimtónlistarlegri, fallega unninni, fíngerðri og nostursamlegri” sem og “heillandi og töfrandi!”.

Verk Þráins hafa verið flutt víða um heim af hinum ýmsu tilefnum af ýmsum flytjendum og hljóðfærahópum. Má þar nefna Basel Sinfonietta, BBC Scottish Symphony Orchestra, Kammersveit Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Íslands, CAPUT, Njúton, Athelas sinfonietta, Uusinta ensemble, Ensemble Klang, Nordic Affect auk margra annarra.

Þá hefur tónlist hans verið leikin við ýmis tækifæri á borð við hátíðir eins og Norræna Músíkdaga, CULTURESCAPES 2015 – Island, Nordlichter Biennal, Myrka músíkdaga, Tectonics Reykjavík og Glasgow, UNM auk fjölda annarra.

Þráinn nam tónsmíðar við Konunglega konservatoríið í Den Haag og við Listaháskóla Íslands á árunum 2009-2011. Þráinn er meðlimur tónskáldasamtakanna S.L.Á.T.U.R. og heldur hann utanum tónleikaröðina Hljóðön, sem tileinkuð er samtímatónlist og haldin er af Lista- og menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, Hafnarborg.

Á meðal þeirra þverfaglegra verkefna sem Þráinn hefur unnið að, má telja þróun hljóðfærisins Þránófónn, í samstarfi við myndlistarmanninn Halldór Úlfarsson og tónskáldið Inga Garðar Erlendsson, sem og gerð myndlistarverksins Lágmynd [2015] í samstarfi við myndlistarmanninn Sigurð Guðjónsson.


Þórunn Gréta Sigurðardóttir

Þórunn Gréta Sigurðardóttir lauk diploma prófi í tónsmíðum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, B.A. gráðu frá Listaháskóla Íslands og M.Mus. gráðu frá Hochschule für Musik und Theater í Hamborg. Hún hefur auk þess sótt masterklassa og vinnustofur í tónsmíðum, píanóleik og spuna á Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Hún hefur rannsakað ýmis svið samtíma tónleikhúss og samband tónlistar við texta og málhljóð. Þórunn Gréta hefur verið formaður Tónskáldafélags Íslands frá árinu 2015.